Um Axel / About The Artist

           

 

 
Axel Helgason módelsmiður, fæddist í torfbæ í Ánanaustum í Reykjavík 23. september 1909. Hann lést á Landspítalanum 13. apríl 2001. Foreldrar hans voru Sigríður Björg Jónsdóttir og Helgi Þórðarson. Axel ólst upp í Hrunamannahreppi og hann lærði húsasmíði og vann lengst við módelsmíðar í Reykjavík, fyrst hjá Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, og síðan hjá Reykjavíkurborg þar til hann lét af störfum áttræður að aldri. Hinn 25. apríl 1940 kvæntist Axel, Ragnheiði Arnórsdóttur, hún lést 25. desember 1992.

Axel Helgason var alinn upp við mikla fátækt og þrátt fyrir afburða hæfileika leiddi hann aldrei hugann að því að verða ríkur af vinnu sinni, heldur einbeitti hann sér að áhugaefnum sínum af hugsjón, án tillits til fjárhagsafkomunnar. Hans sigrar fólust einvörðungu í því að koma hugmyndum sínum í framkvæmd.

Árið 1916, aðeins 7 ára gamall, var Axel sendur frá foreldrum og fósturforeldrum austur í Hrunamannahrepp á bæinn Hrepphóla þar sem hann var í um það bil 8 ár, fyrst á bænum Hrepphólum. Foreldrar hans gátu ekki séð honum farborða og því varð að senda hann burtu af heimilinu. Það tíðkaðist á þessum tíma að börn sem voru munaðarlaus eða gátu ekki verið hjá foreldrum, oftast af fjárhagslegum ástæðum, voru “boðin upp” af sveitarfélaginu til þeirra sem vildu fá sem minnstu meðgjöf frá sveitarfélaginu.

Frá 1927 til 1932 vann Axel Helgason við trésmíði og kom brátt í Ijós, að hann var afburða hagleiksmaður. Fljótlega færðist áhugi hans yfir á annað viðfangsefni og árið 1934 bjó hann til sitt fyrsta upphleypta líkan af Íslandi. Var það til sýnis á skólasýningu, sem haldin var sama ár og var síðan sett utan á vegg Austurbæjarskólans í Reykjavík. Ennfremur veitti fræðslumálaskrifstofa Ríkisins hinum unga völundi styrk til að fullkomna líkan sitt.

           

 

Þessu módeli af Íslandi var komið fyrir í mörgum af barnaskólum Reykjavíkur og voru kennarar gríðarlega ánægðir með þau og töldu þau gefa mjög gott yfirlit um landið og um leið létta landafræðikennsluna. Það var engu líkara, þegar litið var á þetta verk Axels, en að horft væri á landið úr fjarska úr mikilli hæð.Eiríkur Jónsson málaði kortin en sökum stærðar sinnar urðu þau að vera undir beru lofti til að geta orðið bæði til gagns og gleði fyrir almenning.

Milli 1934 og 1939 framfleitti Axel sér og fjölskyldu sinni með framleiðslu á upphleyptum Íslandsplöttum. Hann bjó til mót úr járni sem hann notaði við framleiðsluna. Hróður plattanna fór víða og voru þeir vinsælir hjá Íslendingum og einnig sem minjagripir þeirra sem heimsóttu Ísland í þá daga.

1940 var Axel ráðinn til Reykjavíkurborgar og hafði það verkefni að gera módel af byggingum sem fyrirhugað var að byggja í Reykjavík og víðar. Hann gerði frum-módel af flestum helstu byggingum Reykjavíkur í samvinnu við þ.v. húsameistara og arkitekt, Guðjón Samúlesson. Af þekktustu byggingum sem Axel gerði módel af, er örugglega Hallgrímskirkja, sem er ein þekktasta bygging Íslands.

Í mörg ár vann Axel með Landmælingum Íslands að allskyns hugðarefnum. Sennilega er vinsælasta söluvara Landmælinga upphleypt Íslandskort úr plast sem hann þróaði og vann að í mörg ár. Mótið var unnið úr epoxy í kringum 1970 og aðferðin var þróuð af Axel, þar sem þetta hafði ekki verið gert áður. Kortið er ekki fáanlegt lengur en Landmælingar framleiddu þetta verk og seldu frá 1970 til 1990.

 


Hann hélt áfram að þróa hæfileika sína við að gera upphleypt kort af Íslandi. Í vinnu sinni fyrir Reykjavíkurborg var honum falið mikilvægt verkefni: að gera risastórt upphleypt kort af Íslandi sem staðsett ætti að vera nýju í Ráðhúsi Reykvíkinga. Kortið var svo stórt að það varð að koma því fyrir áður en húsið væri full klárað. Það tók 8 ár að klára kortið sem er tæplega 80 m2 að stærð og eitt stærsta manngerða kort í heiminum. Kortið er nú til sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur við Tjörnina.

Hér eru ýmsar upplýsingar um Axel Helgason:

Gögn frá Héraðsskjalasafni Árnesinga

 

IN ENGLISH

Axel Helgason was born on September 23rd, 1909 in a turf house in Reykjavik. His parents were Sigríður Björg Jónsdóttir and Helgi Þórðarson. Axel lived in the rural district of Hrunamannahreppur in South Iceland, studied carpentry and worked the largest part of his working life as a model maker, first for Guðjón Samúelsson, State Architect of Iceland, and later for the City of Reykjavik until he retired at the age of 80. In April 1940 he married Ragnheiður Arnórsdóttir.

Axel Helgason grew up in great poverty and despite his exceptional talents; growing rich from his work was never his motivation. He was an idealist who focused on his interests regardless of the earnings.  

In 1916, when Axel was only 7 years old he was sent away to the farm Hrepphólar in Hrunamannahreppur district; due to poverty his parents could not afford to keep him.

From 1927 to 1932 he worked as a carpenter and soon it became apparent that he was an exceptional craftsman. Before long his interests shifted to model making and in 1933 he made his first embossed replica of Iceland. That replica adorned the wall of Austurbæjarskóli (one of Reykjavík´s elementary schools) for many years and still does.

Between 1934 and 1938, Axel made these embossed replicas to provide for himself and his family. He made them by hand in copper and concrete in four different sizes and they became very popular as souvenirs and gift items, with Icelanders as well as foreign visitors.

 In 1940 Axel started working as a model maker for the City of Reykjavik. His job was to build models of the buildings that the city was about to have constructed. He worked closely with the State Architect of Iceland, Guðjón Samúelsson. Hallgrimskirkja, Reykjavík’s most prominent church, is probably the most renowned building of which Axel made a model.

For many years, Axel worked on various projects for National Land Survey of Iceland. Among those were embossed relief maps of Iceland that he made out of epoxide around 1970.  These maps became very popular as a wall decoration in homes and also were they used for teaching in most elementary schools in Iceland between 1976 and 1990.

Axel´s biggest and most time consuming project was he making of a 80m2  sized model of Iceland that he made together with four other modelers; Arni Hreidar Arnason, Jonas Magnusson, Kristjan Sigurdsson og Sigurður Halldorsson.  That project took them 8 years to complete.  The model was handpainted by Sigurdur Palsson. The model is one of the world´s biggest handmade relief map in the world and  is now on display in Reykjavik City Hall.

This was Axel´s last project, he retired at the age of 80 and died in 2001 at 92.