Um okkur / About UsFjölskylda Axels Helgasonar
 

Við, aðstandendur “Iceland By Axel”, erum nokkur af barnabörnum Axels Helgasonar módelsmiðs. Axel var listamaður sem skildi eftir sig fjölda verka tengdum Íslandi, þ.a.m. mót af upphleyptum afsteypum af Íslandi sem voru unnin úr kopar og steinsteypu í fjórum mismunandi stærðum.

Afi okkar vann þessi verk í kringum 1934 til að sjá sjálfum sér og fjölskyldu farborða. Þessi mót voru notuð 1934 til 1938. Þær afseypur sem nú eru fáanlegar eru framleiddar á nákvæmlega sama hátt og afi gerði þau þá. Við einungis tókum upp þráðinn þar sem hann hætti 1940, en Íslandsplattarnir eru einstæður vitnisburður um fagmann og einstakan afa.

Honum var hugleikið allt sem við kom Íslandi og vann að fjölda verkefna sem tengdust landinu i samvinnu við Reykjavíkurborg, Landmælingar og Ríkið. Verkefnin voru fjölbreytt og misstór og stærsta verkefni hans er líklega upphleypt kort af Íslandi sem nú er til sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur. Það tók hann 8 ár að klára það kort, ásamt fleirum hagleiksmönnum: Árna Hreidari Árnasyni, Jónasi Magnússyni, Kristjáni Sigurðssyni og Sigurði Halldórssyni. Sigurður Pálsson málaði verkið. Þetta var síðasta verkefni afa.

Önnur verkefni sem tengdust Íslandi var 20 m2 kort sem var til sýnis í mörg ár á Bernhöftstorfu í Reykjavík og hann vann mót fyrir upphleypt kort af Íslandi úr plasti, fyrir Landmælingar Íslands, einnig mót af Vestmannaeyjum, landgrunni Íslands og Færeyjum. Hann gerði landshlutakort og fjölda annarra smærri og stærri afsteypur af landinu auk módela af öllum helstu húsum Reykjavíkurborgar.

Okkur er það mikilvægt að varðveita arfleið afa okkar með því að halda minningu hans á lofti. Við gerum það best með því að tryggja að sem flestir getir notið listaverka hans, líkt og hann hafði í hyggju 1934 þegar hann byrjaði að framleiða litla upphleypta platta af Íslandi til að framfleyta sér og fjölskyldu sinni.

Við vonum að þú njótir þessara hluta sem afi okkar gerði. Við erum stolt af honum og það er okkur mikilvægt að hlutir hans færi þér gleði og ánægju.

---------------------------------------------------------

We, the people behind  "Iceland By Axel", are the grandchildren of a model maker named Axel Helgason. Axel, born 1909, was an uneducated craftsman who´s output included a number of items related to Iceland, among those handmade, embossed replicas of Iceland made in copper and concrete in three different sizes.

Our grandfather made these objects in 1934 -1936, to provide for himself and his family. The Iceland replicas now available are produced with the same moulds and methods - we only took up where he left off!

Iceland played a big part in Axel´s craftwork and through the years he worked on a number of Iceland related projects in cooperation with the City of Reykjavik, National Land Survey of Iceland and the State. The projects were varied in nature and sizes - the biggest one being the making of a 80 m2 meters sized model of Iceland, now on display in Reykjavik City Hall. That project took him, and few other great professionals, 8 years to complete and was his last.

We are proud of our grandfather and his work and hope that you enjoy this Iceland replica as much as we do.